Á þessari heimasíðu finnur þú fróðleik um núvitund ásamt því að hafa aðgang að leiddum núvitundarhugleiðslum. 

Bókin Núvitund í dagsins önn liggur hér til grundvallar en hún skýrir á einfaldan og myndrænan hátt hvað núvitund er, hvers vegna er mikilvægt fyrir okkur að búa yfir núvitund og hvernig við æfum okkur í því.

Hægt er að kaupa bókina í öllum helstu bókabúðum og með því að hafa samband í gegnum þessa heimasíðu.

Nú er bókin á frábæru jólatilboði ef þú kaupir hana hér eða 3.000.- Sendum hvert á land sem er.

Tilvalin jóla - eða tækifærisgjöf 💖

Fréttir

8.10.2020 Í nýjasta blaði Heimilis og skóla er umfjöllun um núvitund á heimilum og í skólum á óvissutímum og nokkur hagnýt ráð. Hægt er að nálgast blaðið í rafrænni útgáfu í gegnum feisbókarsíðu þeirra ;) https://www.facebook.com/heimiliogskoli

25.3.2020 Nú er hægt að nálgast ókeypis núvitundarhugleiðslu á Spotify. Þú þarft ekki að vera áskrifandi að Spotify, bara finna "artist" Núvitundarsetrið. Þar eru leiddar núvitundaræfingar bæði fyrir börn og fullorðna. Endilega njótið og látið aðra vita ;)

10.12.2019 Núvitundarsetið leiðir rannsóknar verkefni sem snýr að þróun og innleiðingu núvitundar í fimm grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Hér er viðtal við Hjördísi Jónsdóttur og Kristínu Jónu Magnúsdóttur sem leiða þróunina í Áslandsskóla.

10.12.2019 Áhugaverða umfjöllun um heildræna innleiðingu núvitundar í leikskólann Smáralund í Hafnarfirði lesa hér.

8.12.2019  Lesa má um Núvitund í dagsins önn í Hafnfirðingi með því að smella hér

3.11.2019 Þann 4. til 9. nóvember er alþjóðleg netráðstefna um núvitund í skólastarfi. Fjölmargir sérfræðingar út allan heim miðla reynslu sinni og rannsóknum, m.a. Dan Goleman, Dan Siegel og Rick Hanson! Kostar ekkert. 

Bryndís Jóna höfundur bókarinnar Núvitund í dagsins önn er meðal þeirra sem rætt er við. Endilega kíktu inn og skráðu þig með því að smella HÉR.

Eftir að ráðstefnunni lýkur er hægt að kaupa ótakmarkaðan aðgang að efni hennar og upptökum.

20.10.2019 Það var gaman að kíkja við í Mannlega þættinum á Rás 1 og ræða um Núvitund í dagsins önn. Viðtalið byrjar á 37. mínútu ef þú vilt hlusta.

10.10.2019 Mikil gleði og hlýja á útgáfuhófinu, Smartland kíkti í heimsókn ;)

8.10.2019 Bryndís Jóna kíkti í Bítið og ræddi um Núvitund í dagsins önn við Heimi og Gulla.

7.10.2019 Fjallað um rannsókn á núvitund í skólastarfi á mbl.is